VIÐ SETJUM SAMAN LANDSLIÐ Í LJÓSMYNDUN

Kæru ljósmyndarar

Á næsta ári fer fram heimsmeistarakeppni í ljósmyndun hér á Íslandi á vegum World Photography Cup (WPC).

Ljósmyndarafélag Íslands hyggst því setja saman öflugt úrvalslið íslenskra ljósmyndara til þátttöku í keppninni. Það væri mikil synd ef gestgjafinn tæki ekki þátt í þessari glæsilegu alþjóðlegu keppni sem fram fer á okkar eigin heimaslóðum! Liðsstjórn fyrir Landslið Íslands í ljósmyndun er í höndum félagsins.

Við teljum okkur svo sannarlega eiga fullt erindi í slíka keppni og höfum þegar valið nokkra ljósmyndara sem koma til greina í lið Íslands. Þátttaka í þessu verkefni getur sett okkur á kortið á alþjóðavísu og opnað ný tækifæri fyrir íslenska ljósmyndun.

Aðalfundur Ljósmyndarafélags Íslands fer fram 14. maí næstkomandi kl. 18:00, í Borgartúni 35 (húsnæði Samtaka Iðnaðarins). Þar verður farið yfir málið, hugmyndir ræddar og mótun liðsins hefst formlega.

ATHUGIÐ: Ekki er skilyrði að vera félagsmaður í Ljósmyndarafélaginu til að vera í liðinu. Við viljum heyra frá sem flestum áhugasömum ljósmyndurum, fá ykkar sjónarmið og tillögur um hverjir ættu að skipa þetta landslið. Einu skilyrðin eru að allir í liðinu starfi að einhverju eða öllu leyti sem ljósmyndarar og fylgi faglegum stöðlum í starfi sínu.

 Flokkarnir í keppninni eru alls 10:

  • Commercial

  • Illustration / Digital Art

  • Nature / Landscape

  • Nature / Wildlife

  • Illustrative Portrait

  • Natural Portrait

  • Reportage / Photojournalism

  • Sports

  • Wedding Open

  • Wedding Reportage (Photojournalism)

Bæði eru veitt verðlaun til einstakra ljósmyndara og einnig fyrir árangur liðanna í heild. Nánari upplýsingar um keppnina má finna HÉR

Við hvetjum þig, kæri ljósmyndari, til að mæta á fundinn ef þú hefur áhuga á að taka þátt í liðsvali eða ert sjálfur tilbúinn að taka slaginn á heimsvísu. Þeir sem ekki komast á fundinn geta sent okkur tolvupost á stjorn@ljosmyndarafelag.is og tilkynnt áhuga sinn strax – gott er að hafa nokkur nöfn komin á blað fyrir fundinn.

Endilega deilið þessum pósti með öðrum ljósmyndurum sem gætu haft áhuga!

Hlökkum til að sjá sem flesta!

Með ljósmyndakveðju
Ljósmyndarafélag Íslands 

Ljósmyndarafélag Íslands

Félag atvinnuljósmyndara á Íslandi

http://ljosmyndarafelag.is
Previous
Previous

KVÖLDIÐ MEÐ KOXA

Next
Next

VERÐLAUNAAFHENDING - FEP 2025