Ljósmyndarafélag Íslands fagnar nýsveinum í ljósmyndun 2025
Sveinsprófsafhending hjá Iðu fræðslusetri.
Sveinsprófsafhending í ljósmyndun fór fram hjá Iðu fræðslusetri í gær við hátíðlega athöfn. Alls fengu fjórir nemar afhent sveinsbréf: Ólafía Skarphéðinsdóttir, Jórunn Margrét Bernódusdóttir, Birta Margrét Björgvinsdóttir og Karitas Sveina Guðjónsdóttir. Að venju býður Ljósmyndarafélag Íslands nýsveinum ókeypis aðild að félaginu í eitt ár ásamt bókagjöf.
Félagið sendir jafnframt sínar bestu hamingjuóskir til þeirra sem þreyttu prófið að þessu sinni.
Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Karitas, Jórunn, Ólafía, Guðmundur Viðarsson formaður sveinsprófsnefndar og Gunnar Leifur, stjórnarmaður Ljósmyndarafélags Íslands. Á myndina vantar Birtu Margréti sem var fjarstödd.
Ljósmynd: Rúnar Hreinsson