Back to All Events

Fyrirlestur - Agnes Skúla & Unnur Árnadóttir

  • Ljósmyndarafélag Íslands Borgartún 35 Reykjavík (map)

Fyrirlestur - Agnes Skúla & Unnur Árnadóttir

Agnes Skúla er ljósmyndari á Akureyri. Hún hefur starfað sem atvinnuljósmyndari í 10 ár. Agnes hefur farið á fjölda námskeiða í ungbarna- og barnaljósmyndun bæði hérlendis og erlendis og hefur einnig sótt fjölda af netnámskeiðum af ýmsu tagi hjá mörgum góðum ljósmyndurum. Hún hefur einlægan áhuga á ljósmyndun og myndar verðandi mæður, nýfædd börn, fermingar-börn, nýstúdenta, fjölskyldur og börn á öllum aldri. Agnes elskar að mynda í náttúrulegri birtu og myndar bæði úti og inni.

Unnur er með BFA nám í ljósmyndun í Bandaríkjunum en er núna staðsett á Íslandi. Hennar helsta áhugasvið í ljósmyndun er að taka lífstíls myndir af fjölskyldum, pörum, verðandi foreldrum, og börnum sem og í brúðkaupum. Hún hefur mikla ástríðu fyrir því að fanga á myndum þá skilyrðislausu ást sem foreldrar hafa gagnvart barninu sínu og þau órjúfanlegu tengsl sem fjölskyldur hafa.

Agnes opnaði ljósmyndastúdíó í október 2017 sem hún og Unnur nota í sameiningu. Stúdíóið er sérhannað til að ljósmynda nýbura og börn. Agnes er félagi í Ljósmyndarafélagi íslands.

Við hlökkum til að heyra í þessum flottu mæðgum!

Previous
Previous
September 9

Fyrirlestur