KOXI
Kormákur Máni Hafsteinsson, betur þekktur sem Koxi, er ljósmyndari sem er fæddur og uppalinn fyrir austan. Hann starfaði um árabil sem atvinnuljósmyndari áður en hann snéri sér að óhefðbundnari leiðum til að skapa myndir. Í dag vinnur hann með filmur, pappír, ál og glerplötur og nálgast ljósmyndunina á algerlega eigin forsendum.
Koxi ætlar að segja okkur frá þessum einstöku verkefnum og deila með okkur þekkingu sinni á þeim aðferðum sem hann notar. Hann mun einnig sýna hvað þarf til að mynda á sama hátt og gert var frá árinu 1850 og allt fram til dagsins í dag
Fyrirlesturinn fer fram miðvikudaginn 14. maí í Húsi Atvinnulífsins, Borgartúni 35 og byrjar kl 20:00
Frítt er á viðburðinn fyrir félagsmenn en utanfélagsmenn greiða 2000 kr. við inngang. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest!