Jólahlaðborð og fyrirlestur með Svenna Speight
Jólahlaðborð Ljósmyndarafélags Íslands verður haldið fimmtudaginn 11. desember nk. kl. 18:30 í veislusal Tunglsins, Lækjargötu 2.
Senn koma jólin og við höldum okkur að sjálfsögðu við árlegt jólahlaðborð Ljósmyndarafélagsins þar sem ljósmyndarar landsins hittast og hafa gaman saman.
Við ætlum að snæða dýrindis mat að hætti hússins, hlusta á flottan fyrirlestur frá Svenna Speight, sem er flestum kunnugur sem einn af okkar fremstu auglýsingaljósmyndurum, skemmta okkur saman og að sjálfsögðu verður glæsilegt happdrætti líkt og í fyrra, með veglegum vinningum frá Reykjavík Foto, Ofar (Canon á Íslandi), DJI, Sony, Hugbúnaðarsetrinu og fjölmörgum fleiri vildarvinum félagsins.
Bragi Þór Jósefsson vann glæsilega Leica myndavél frá Reykjavík Foto í fyrra!
Við vonum að sem flestir sjái sér fært að mæta, skemmta sér smá saman og styrkja tengslanetið. Sérstaklega viljum við hvetja nýja félagsmenn til að mæta!
Aðgangseyrir:
Félagsmenn greiða 8.900 kr.
Utanfélagsmenn greiða 13.900 kr.
Innifalið í miðaverði er matur, 1 áfengur drykkur eða gos með matnum og happdrættismiði
Skráning:
Allir ljósmyndarar velkomnir , svo endilega takið með vini úr faginu. Því fleiri því betra.
Nauðsynlegt er að skrá sig á jólahlaðborðið svo við getum áætlað veitingar.
Skráningu lýkur 4. desember.
Langbest að skrá sig bara strax…
SKRÁ MIG Á JÓLAHLAÐBORÐIÐ
Dagskrá:
18:30 Mæting, og mingl
19:00 Fordrykkur & ávarp formanns
19:15 Matur
20:00 Svenni Speight með fyrirlestur
20:45 Eftirréttur og happdrætti
21:30 Skál, spjall og kannski einhverjir fari á dansgólfið?
01:00 Húsið lokar
Matseðill:
(Að sjálfsögðu er hægt að fá vegan kost - endilega óskið eftir því með því að senda okkur póst á stjorn@ljosmyndarafelag.is)
Forréttir
Villibráðarpaté með cumberlandsósu
Fennel-grafinn lax með sinnepsdillsósu
Heitreyktur lax með hvítlaukssósu, kapers og eggjum
Grafið lamb með bláberjasósu
Dönsk lifrarkæfa með beikoni og sveppum
Hunangsgljáð jólaskinka
Kalt hangikjöt með laufabrauði
Jólasíld og karrýsíld
Aðalréttir
Grísapurusteik með rauðvínssósu
Hunangs- og salvíu-marineruð kalkúnabringa með villisveppasósu
Villibráðarbollur í villisveppa- og rifsberjasósu
Hnetusteik með rótargrænmeti
Meðlæti
Sykurbrúnaðar kartöflur
Gratín kartöflur
Uppstúf með kartöflum
Kartöflusalat
Waldorfsalat
Heimalagað rauðkál
Grænar baunir
Rúgbrauð
Laufabrauð
Nýbakað brauð og smjör
Ferskt grænt salat
Eftirréttir
Ris a la mande með rifsberjasósu
Frönsk súkkulaðikaka með þeyttum rjóma
Sérrífrómas
Nánar um fyrirlesarann okkar:
Svenni Speight er margverðlaunaður atvinnuljósmyndari með yfir 30 ára reynslu í greininni. Hann hefur starfað bæði í New York og London en er nú búsettur á Íslandi. Verk hans ná yfir fjölbreytt svið ljósmyndunar, þar á meðal auglýsingaljósmyndun, portrett, tísku-, fyrirtækja- og viðskiptaljósmyndun, auk myndbandsframleiðslu. Hann hefur unnið með fjölmörgum þekktum viðskiptavinum á borð við PUMA, KFC, Vodafone (á Íslandi og í Bretlandi), Coca-Cola, Canon, EMI, Virgin Records, Dazed & Confused, Elle, Harper’s Bazaar, The Guardian, Moët & Chandon, Dell, Hewlett-Packard, Panasonic, Icelandair og WOW air.
Við hlökkum til að fagna jólahátíðinni með ykkur og eiga góða kvöldstund saman.