ARI MAGG
Ari Magg mun veita okkur innsýn inn í síðustu 5 ár ferils síns. Hann mun sýna myndir úr nýlegum verkefnum auk þess sem við fáum innsýn inn í það hvernig hann fer að því að skapa spennandi myndheim fyrir fjölbreyttan hóp viðskiptavina sinna.
Nýir miðlar og tækni hafa leitt ljósmyndun inn á nýjar og spennandi slóðir og hjá Ara er ljósmyndun alltaf í forgrunni en undanfarin ár hefur framleiðsla á video efni aldrei verið langt undan.
Ætlun Ara er að miðla af þekkingu sinni og reynslu til þeirra sem hafa áhuga. við fáum að skyggnast bak við tjöldin, hann segir okkur frá hans nálgun á lýsingu, tækninni og framleiðsluaðferðunum auk fólksins sem hann vinnur mest með og fær innblástur frá.
Einnig verður komið inn á höfundarétt og birtingarétt og hans reynslu af þeim málum ef tími vinnst til.
Við hlökkum til að fá Ara til okkar og heyra nánar um feril hans í ljósmyndun. Fyrirlesturinn fer fram miðvikudaginn 12. nóvember kl 20:00 í Ofar, Borgartúni 37.
Húsið opnar kl 19:00 - boðið verður upp á léttar matarveitingar og drykki.
Frítt er á viðburðinn en skráning er nauðsynleg HÉR