Back to All Events

Frá beinni útsendingu til bíómyndar með Canon

  • Ofar 37 Borgartún Reykjavík, Reykjavíkurborg, 105 Iceland (map)

Frá beinni útsendingu til bíómyndar með Canon

Í samstarfi við Kukl, stendur Canon fyrir viðburði þar sem fjallað verður um hvernig Canon PTZ vélar og CINEMA EOS tökuvélar henta fyrir fjölbreyttar tökuaðstæður.

Canon og Ofar, í samstarfi við Kukl, standa fyrir viðburði þar sem fjallað verður um hvernig Canon PTZ vélar og CINEMA EOS tökuvélar henta fyrir fjölbreyttar tökuaðstæður, allt frá:

  • Beinum útsendingum á viðburðum

  • Sjónvarps-, auglýsinga og kvikmyndagerð

  • Í stúdíó-uppsetningum

  • Við fyrirtækjakynningar og ráðstefnur

  • Í skólaumhverfi

Og um er að ræða vídeólausnir sem vinna einnig saman þar sem XC prótokoll Canon er lykillinn sem tryggir þér nákvæma stjórn og hámarks sveigjanleika.

Stutt erindi frá:

Lars Victor Askheim

Business Development Manager, Canon Noregi
Lars hefur víðtæka reynslu af tæknilausnum fyrir sjónvarpsstöðvar, framleiðslufyrirtæki og stofnanir í Noregi. Hann mun kynna hvernig Canon PTZ, CINEMA EOS og EOS vélar geta skapað sveigjanlegar og faglegar upptökulausnir.

Guðmundur Thor Kárason

Kvikmyndagerðarmaður og leikstjóri
Guðmundur Thor er þekktur fyrir störf sín við LazyTown og fjölbreytt skapandi verkefni. Hann mun tala um sína reynslu af Canon EOS C400.

Benjamin Hardman

Ljósmyndari og kvikmyndagerðarmaður
Benjamin sérhæfir sig í sjónrænum frásögnum af náttúru norðurslóða. Hann hefur unnið með alþjóðlegum vörumerkjum eins og Canon, Netflix, BBC og National Geographic.

Græjusýning, spjall og léttar veitingar í boði

Ókeypis er á viðburðinn en nauðsynlegt að skrá sig HÉR

Previous
Previous
October 8

SIGURÐUR Ó - fyrirlestur hjá Ljósmyndarafélaginu

Next
Next
October 29

Norðurljósin mynduð með Sævari Helga