REYKJANES VAKNAR
FYRIRLESTUR FRÁ SIGURÐI ÓLAFI SIGURÐSSYNI
Þann 8. október sl. bauð Ljósmyndarafélag Íslands upp á fyrsta fyrirlestur þessa vetrar. Það var hann Sigurður Ólafur Sigurðsson ljósmyndari björgunarsveitarinnar, sem kom og sagði okkur frá verkefninu sínu Reykjanes vaknar.
Efni úr þessum atburðum er nú orðið að bók, tveim ljósmyndasýningum auk þess sem efnið hefur verið notað í heimildarmyndum, kennslu, fyrirlestra, rýni og margt fleira í tengslum við úrvinnslu og eftirmála aðgerða sem enn sér ekki fyrir endann á.
Í krafti bæði starfs síns sem ljósmyndari neyðaraðila sem og bakgrunns síns og reynslu í neyðargeiranum hefur Siggi einstakt aðgengi að ýmsum atburðum, fólki og stöðum. Um leið og þetta gerði honum kleift að ljósmynda nokkuð heilstætt sögu þessarra atburða var að sama skapi oft erfitt að vera í þessari aðstöðu, sérstaklega þegar raddir um aðgangshömlur á fjölmiðla voru hvað hæstar og umræðan hvöss á köflum.
Siggi ríghélt salnum allan tímann með þessum magnaða fyrirlestri og ótrúlegum myndum frá erfiðu ástandi Grindavíkurbæjar og nágrennis. Við þökkum honum kærlega fyrir að deila sinni sýn með okkur og ykkur hinum fyrir komuna. Við hvetjum alla til að skoða verkefnið Reykjane vaknar nánar á heimasíðu Sigga
Gunnar Leifur ljósmyndari smellti nokkrum myndum frá kvöldinu.
Næstu dagsetningar sem þið gætuð vilja taka frá eru:
ARI MAGG FYRIRLESTUR - 12. NÓV
JÓLAHLAÐBORÐ, VEGLEGT HAPPDRÆTTI OG FYRIRLESTUR MEÐ SVENNA SPEIGHT - 11. DES
RISA LJÓSMYNDAVIÐBURÐUR Á HILTON NORDICA - 25. APRÍL 2026