Back to All Events

Q&A kvöld um rekstur og skattamál

  • Ljósmyndarafélag Íslands Borgartún 35 Reykjavík (map)

Q&A kvöld - Reksturinn og skattamál

  • Ert þú með ljósmyndarekstur?

  • Ertu með rétta skattaskráningu?

  • Hefurðu spurningar um þinn rekstur sem þig vantar svör við?

Þá hvetjum við þig til að mæta á næsta fund hjá Ljósmyndarafélaginu, því þá fáum við skattalögfræðinginn Soffíu Eydísi Björgvinsdóttur til okkar.

Soffía Eydís gekk til liðs við KPMG í október 2003 og var tekin inn í eigendahópinn árið 2010. Hún tók þátt í að stofna KPMG Lögmenn sem sér um að veita skatta- og lögfræðiþjónustu undir merkjum KPMG á Íslandi og veitti þeirri þjónustu forstöðu til loka árs 2022. Soffía var áður sérfræðingur og síðar deildarstjóri hjá skattyfirvöldum auk þess sem hún hefur hún sinnt stundakennslu og verið prófdómari og leiðbeinandi á sviði skattaréttar við bæði Háskólann í Reykjavík og Háskólann á Bifröst. Hún hefur sinnt fjölbreyttum verkefnum hjá KPMG en þó aðallega skatta- og lögfræðiráðgjöf og aðstoð við úrlausn ágreiningsmála við skattyfirvöld.

Soffía ætlar að svara þeim spurningum sem einyrkjar og aðrir í ljósmyndarekstri kunna að hafa um sín skattamál.

Fundurinn fer fram 11. febrúar kl 20:00 í Húsi Atvinnulífsins, Borgartúni 35.

Frítt er á viðburðinn og drykkjarveitingar í boði.

Vonumst til að sjá ykkur sem flest!

Previous
Previous
January 17

Sofandi risar - Sleeping giants

Next
Next
March 11

Aðalfundur LÍ