Stjorn_Siggi.jpg

Sigurður Ólafur Sigurðsson

Siggi er formaður félagsins. Hann lærði ljósmyndun í Tækniskólanum og sérhæfir sig í "Neyðarljósmyndun". Ef þið viljið vita hvað í ósköpunum það er þá verðið þið bara að spyrja hann. Aukinheldur sinnir hann almennri auglýsinga- og iðnaðarljósmyndun og svo auðvitað bara allskonar, eins og flestir íslenskir ljósmyndarar :-)


Stjorn_Laufey.jpg

Laufey Ósk

Varaformaður félagsins og portrett ljósmyndari. Lærði í Tækniskólanum 2010 og stöðugt að læra síðan á hinum ýmsu námskeiðum. Laufey rekur Stúdíó Stund, ljósmyndastofu á Selfossi, þar sem helstu verkefnin eru fermingar- og fjölskyldumyndatökur.


Stjorn_Gudmundur.jpg

Guðmundur Viðarsson

Gummi er ritari félagsins. Hann lærði Ljósmyndun í Brooks Institute of Photography í hinni stóru Ameríku og sérhæfði sig í auglýsingaljósmyndun og litmyndafræði. Formaður sveinsprófsnefndar í ljósmyndun, gætir hagsmuna ljósmyndara í Myndstef, situr í stjórn Samtaka Iðnaðarins og sinnir fjölbreyttum ljósmyndaverkefnum alla daga.


Styrmir hefur mörg brúðhjónin myndað og er enn að.

Styrmir Kári

Útskrifaðist úr ljósmyndun í Tækniskólanum 2011. Starfaði sem blaðaljósmyndari, bæði hjá Morgunblaðinu og sjálfstætt starfandi 2012-2015. Stofnaði brúðkaupsljósmyndafyrirtækið Styrmir Kári & Heiðdís árið 2014, sem hefur tekið yfir allan rekstur, líf og frítíma síðan. 


Stjorn_Nonni.jpg

Jón Guðmundsson

Jón eða Nonni eins og margir kalla hann kom inn í stjórn félagsins snemma árs 2018.
Hann lærði ljósmyndun í Danmörku og hefur starfað sjálfstætt við gerð auglýsinga frá 2014.


Stjorn_Anton.jpg

Anton

Anton lærði ljósmyndun í Tækniskólanum og útskrifaðist árið 0000. Sinnir persónulegum verkefnum og leiðbeinir ljósmyndurum um alla töfra ljósmyndabúnaðar í Beco.