Félag er ekki félag nema það séu félagar í því !
— Formaðurinn ;-)

Allir sem hafa atvinnu af ljósmyndun á Íslandi og/eða menntun í faginu geta skráð sig í félagið með því að nota viðeigandi skráningarleið hér að neðan. 


Þrennskonar aðild - Hvernig skráir þú þig?

Innan Ljósmyndarafélags Íslands er rúm fyrir alla starfandi og menntaða ljósmyndara en mikilvægt er að skrá aðild sína á réttann hátt.

Persónuleg aðild

… er fyrir þá sem hafa menntun í ljósmyndun en starfa ekki eða takmarkað við fagið og þá sem starfa sem ljósmyndarar hjá t.d. fjölmiðli eða öðrum aðila. Þessir félagar greiða aðeins félagsgjald til Ljósmyndarafélags Íslands en ekki Samtaka iðnaðarins né Samtaka atvinnulífsins og njóta þar af leiðandi ekki þeirra réttinda sem þeim aðildum fylgja.

Einyrki í rekstri

… er fyrir þá sem starfa sjálfstætt sem ljósmyndarar (á eigin kt eða sérstakri kt) og eru með rekstur sem slíkir skráða sem “74.20.0 Ljósmyndaþjónusta” í fyrirtækjaskrá RSK. Þessarri aðild fylgir aðild að Samtökum iðnaðarins og greitt er félagsgjald í LÍ ásamt s.k. einyrkjagjaldi til SI. Samkvæmt samningi LÍ og SI verða allir félagar í félaginu sem eru í rekstri að nota þessa skráningu.

fyrirtæki í rekstri

… er fyrir fyrirtæki með fleiri en einn starfsmann og eru skráð hjá RSK sem “74.20.0 Ljósmyndaþjónusta”. Þessi aðild gefur einstaklingunum aðild að LÍ og fyrirtækjunum aðild að Samtökum iðnaðarins og Samtökum Atvinnulífsins. Greitt er í LÍ, SI og SA.


Hvers vegna á ég að skrá mig?

  • Þú verður hluti af samfélagi atvinnuljósmyndara á Íslandi.

  • Þú færð aðgang að fyrirlestrum, fundum og öðrum uppákomum á vegum félagsins frítt eða á hagstæðu verði.

  • Aðild fylgir frí aðild að Myndhöfundasjóði Íslands (Myndstef)

  • Þú verður aðili að Samtökum Iðnaðarins.

  • Þú færð merki um að þú sért félagi í fagfélagi atvinnuljósmyndara til að setja á vefinn þinn og annað kynningarefni.

  • Öflugt félag atvinnuljósmyndara hjálpar okkur öllum við að verja sameiginlega hagsmuni okkar, stuðla að heilbrigðri samkeppni og framþróun í ljósmyndageiranum á Íslandi.


Láttu aðra vita ;-)

Ef þú þekkir ljósmyndara sem er ekki í félaginu þá væri auðvitað frábært ef þú bara tækir þig til og sendir viðkomandi hlekk á þessa síðu og bæðir hann fallega um að skrá sig :-)